Viltu vita meira ?
Ef að þú ert með frekari spurningar hafðu þá samband í gegnum tölvupóst shareiceland@shareiceland.is
Algengustu spurningarnar frá okkar viðskiptavinum
Spurt og svarað
Spurt og Svarað
Fyrir okkur á macros, hvert er kcal innihald Share?
ShareOriginal® - 40 kcal, SharePomelozzini®- 26 kcal og 100 ml af ShareAqua d'Oro®-drykkur inniheldur 26 kcal.
Í hversu langan tíma ætti ég að taka Share?
Til þess að auka jákvæð áhrif á örverur í þörmum, ná sem bestu jafnvægi á þarmaflóruna og mestum árangri af vörunni er mælt með inntöku í minnst 3-9 mánuði
Samkvæmt TCM kínvesku læknisfræðinni þá hreinsar þú ristilinn algjörlega á 3 mánuðum. Eftir 6 mánuði smágirnina og eftir 9 mánuði gallblöðru og lifur.
Þar sem að Share eru gerjaðir ávextir getur þú tekið það inn á hverjum degi, ávextirnir örva meltingarveginn og þarminn og stuðla að efnaskiptum í líkamanum.
Mismunandi áhrif Share plómunnar
Mjög mikilvægt að vita; Hágæða plóman okkar er ekki hægðalyf.
Í ShareOriginal®, eru lifandi og góðar örverur sem berast inní þinn líkama og stuðla að betri meltingu og hefur góð áhrif á þarmaflóruna þína.
Treystu ferlinu, líkaminn þinn vinnur ekki alltaf eins og getur verið dagamunur á meltingunni okkar eins og á okkur sjálfum. Einn daginn getur share haft mikil áhrif á líkamann en næsta dag minni.
Má ég neyta Share® vörunnar á meðgöngu eða með barn á brjósti?
Ef að þú hefur nú þegar neytt Share og heldur því áfram á meðgöngu ætti það ekki að vera vandamál. Við höfum fengið margar reynslusögur frá konum sem hafa neytt Share á meðgöngu án vandamála. Hinsvegar mælum við ekki með endilega að byrja að taka Share á meðgöngu þar sem að afeitrunarferlið er ófyrirsjáanlegt og við erum svo misjöfn. Auðvitað er það alltaf ákvörðun hvers og eins en Share vörurnar innihalda mikið magn pre og probiotics og eru 100% náttúrulegir gerjaðir ávextir.
Agua doro er væri mildi kosturinn fyrir konur á meðgöngu en hann inniheldur hluta af plómu ásamt öðrum gerjuðum ávöxtum og grænmeti, andoxunarefni og er 100% náttúrulegur.
Við viljum taka það aftur fram að Share er 100% náttúrulegur ávöxtur og höfum við einnig reynslusögur frá konum sem hafa haft barn á brjósti og neytt Share án vandamála.
Þetta er ekki læknisráðgjöf og við mælum alltaf með að ráðfæra sig við lækni eða ljósmóður áður en þú byrjar að neyta Share.
Í pakkanum eru færri stk heldur en er tekið fram á pakkningunni
Hvernig gæti það "óvart" gerst?
Merkingar á vefsíðunni, facebook eða instagram eru alltaf "umþb", því það geta alltaf verið fleiri eða færri. Aðalmælingin er þyngdin ávextir ásamt umbúðum.
Í þeim uppskerum sem eru að koma núna í pakkningarnar okkar hafa verið virkilega stórir og flottir ávextir, sem að þýðir að hver og ein plóma er þyngri en hefur oft verið en í hverjum poka gæti verið nokkrar færri en áður var. En gætir samt sem áður fengið þá þyngri poka í staðinn.
Við vonum að þú njótir Share-Original® grænu plómunnar (japönsku apríkósunnar)
Hver plóma inniheldur samt sama magn lifandi örvera og er jafn holl stór eða smá.
Hjálpar Share® við að missa þyngd?
Share er ekki hönnuð til þess að missa þyngd.
Við minnum á mikilvægi þess að borða holla og fjölbreytta fæðu.
Hvenær dagsins er best að taka Share?
Fyrst og fremst er ENGIN formúla sem að virkar fyrir alla, við getum einungis gefið svona almennar leiðbeiningar og því sem við mælum með!
Þar sem að þetta eru gerjaðir ávextir getur þú neytt þeirra hvenær sem þú vilt!
Þú ræður því hvenær þú neytir þeirra, snemma á morgnanna, í hádeginu. Þú finnur það hvað passar best í þinn dag og hvað meltingin þín segjir þér!
TCM kínverska læknisfræðin mælir með að taka plómuna á kvöldin þar sem að líkami þinn er í hvíld, en margir viðskiptavinir taka plómuna inn á kvöldin eða á morgnanna.
Þú getur borðað plómuna eins og venjulegan mat, tuggið og drukkið volgt vatn með, þú getur líka leyst plómuna upp í vatni yfir daginn og drukkið að kvöldi til eða hitað 38 gráðu heitt vatn og drukkið sem te.
Prófaðu þig áfram og sjáðu hvað virkar best fyrir þig!
Ef þú ert að taka Share í fyrsta skipti byrjaðu þá á 1/4-1/2 af ávextinum og finndu hvernig þín melting bregst við!
Er í lagi að borða kjarnann af ShareOriginal® plómunni?
Vegna gerjunar eykst innihald vítamína og steinefna í Share plómunni þar sem hún er ekki hituð.
Þetta hefur t.d í för með sér meira innihald B og K vítamína
Þú getur opnað kjarnan með hnotubrjóti hann er mjúkur súr en svolítið sætur og meinhollur.