Um okkur og Share vörurnar

Um mig og fyrirtækið

Ég kynntist Share á ferð minni um kaupmannahöfn árið 2021 en eftir að hafa prófað vöruna var ekki aftur snúið og fannst mér ekkert annað koma til greina en að hitta eigendur Share í Swiss til að fá að kynnast vörunni enþá betur með þá stefnu að koma henni á íslenskan markað. Á mjög stuttum tíma var Share Swiss búið að gera samninga við íslenskt fyrirtæki sem er í minni eigu og sala á vörunni á Íslandi fór í undirbúning.

Það sem að heillaði mig strax við vöruna var hversu hröð virknin var, varan er 100% náttúruleg og ég fann strax mun í meltingarveginum. Eftir 3 mánaða notkun voru bólur í andliti horfnar, exemblettir á húðinni voru hvergi sjáanlegir, psoriasis blettir sem að ég var gjörn á að fá heyrðu sögunni til, mér fannst hausinn skírari, blóðsykur komst í jafnvægi og mér leið einhvernegin mikið betur á alla vegu.

Þá hófst undirbúning árið 2021 og hef ég lagt hug minn og hjarta í kringum Share þar sem að ég hef fulla trú á vörunni og virkni hennar.

Sagan

Gerjaðir ávextir eru aldagamlar aðferðir asískrar menningu sem hafa hjálpað fólki við ýmis líkamleg vandamál. Uppskriftin er í kringum 1200 ára.

Gerjuðu ávextirnir eru notaðir í kínverskri lækningu TCM (Traditional chinese medicine) og hafa notið mikilla vinsælda í um 60 löndum þar sem að varan er seld.

Share Original Plóma®

Árið 2016 kom fyrirtækið Share Switzerland með Share Original japönsku apríkósuna okkar á markað. Apríkósan er handtínd af bændum, gerjuð í viðar tunnum í 30 mánuði og svo loks velt uppúr jurtablöndu sem að inniheldur meðal annars Aloe vera, gulrætur, trönuber og rauðbeður

Share Pomelozzini®

Vegna mikilla vinsælda ákvað fyrirtækið að bæta við sig Share Pomelozzini .

Uppistaðan i Pomelozzini er Pomelo grapealdin ávöxtur sem vex í suður Asíu. Ávextirnir eru skornir niður og gerjaðir í 30 mánuði, að lokum er blöndunni velt uppúr kjarnaolíum og myndaðar litlar kúlur sem eru svo pakkaðar í endurvinnanlegu umbúðirnar okkar.

ShareAqua d'Oro®

Drykkur úr gerjuðum ávöxtum og grænmeti Innihald: Vatn, þrúgusafi úr þykkni, duft úr gerjuðum vínberjum, villt bláber, mangóstein, granatepli, græn plóma, hindber, guava, pitahaya, ananas, spergilkál, spínat, aloe, alma ávöxtur, acai , SELLERÍ, mórber, KAMUT sýróp, goji berjamauk, trönuber, lakkrísduft, acerola, chia fræ, túrmerik, ínulín; sítrónusafi úr þykkni.

Kaloriur í drykk 60
Fita 0
Sodium 5mg
Kolvetni 15mg
Sykur 15g

Enginn viðbættur sykur
Náttúrulegt
Vegan